top of page
Writer's pictureMývetningur Íþrótta-og ungmennafélag

Fundagerð stjórnar Mývetnings 5.desember



Fundaerð Stjórnar Mývetnings 

05.desember. 2023 

Fundinn Sátu; Linda, Anna, Anton, Hallgrímur, Jóhanna, Sandra(varamaður)


Sandra(varamaður)


  1. Merkjavörur 

  2. Pöntuð hafa verið 500 buff með merki félagsins. Þeirra er að vænta í upphafi nýs árs.

  3. Mývetningspeysur

  4. Íþróttaheimili Mývetnings 

  5. Málið hefur farið fyrir íþrótta, tómstunda- og menninganefnd. Starfsmaður kópavogsbæjar fundaði með formanni. Kópavogsbær er með svipað skipulag þegar kemur að rekstri íþróttaheimila eins og lagt er upp með í hugmyndafræði “íþróttaheimili Mývetnings”. Þar sem sveitarfélagið sér um fasteignirnar en íþróttafélög annast reksturinn. Kópavogsbær greiðir rekstrarstyrk til íþróttafélaganna sem nemur launakostnaði til að halda uppi og að auki fá íþróttafélögin styrk til reksturs félagsins.

  6. Ráðning nýs starfsmanns

  7. Theodór Guðni mun starfa fyrir Mývetning og verður til aðstoðar fyrir þjálfara félagsins og hefur störf í næstu viku. Stjórn býður Theodór Guðna velkominn til starfa.

  8. Reglur vegna agabrota

  9. Stjórn tók fyrir drög af agareglum fyrir félagið. 

  10. Skíðasvæðið í Kröflu - Vinnudagur 

  11. Sunnudaginn 10. desember verður haldinnn vinnudagur á skíðasvæðinu í Kröflu. Formaður sér um skipulag dagsins og auglýsingu hans.

  12. Jólatarzan 

  13. Mánudaginn 18. desember verður haldinn jólatarzan klukkan 20:00. Jólatarzanið verður í umsjón Theodórs Guðna.

  14. Jólabingó Mývetnings

Jólabingó Mývetnings verður haldið 20. desember klukkan 17:30 í Reykjahlíðarskóla. Jóhanna Jóhannesdóttir, Anton Freyr Birgisson og Hallgrímur Leifsson sjá um jólabingóið.


53 views

Recent Posts

See All
bottom of page