Um nýlliðna helgi fór fram Jónsmót á Dalvík. Jónsmót er árlegt mót fyrir 9-13 ára krakka haldið af Skíðafélagi Dalvíkur þar sem keppt er á skíðum og í sundi. Að þessu sinni tóku þátt 190 krakkar af landinu öllu. Þar af áttum við í Mývetningi 8 keppendur. Okkar fólk stóð sig með stakri príði, var félaginu til sóma og við náðum meira að segja að krækja í nokkur verðlaun. Við látum fylgja með nokkar myndir frá frábærum dögum á Dalvík
Hallgrímur Páll Leiffson